Hvetjum til dáða með eigin frumkvæði

Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan girðingar, við næsta göngustíg eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.

Sú breyting var gerð fyrir allnokkrum árum að Reykjavíkurborg fjarlægir ekki garðúrgang og greinaafklippur við lóðamörk. Hvatt er til að garðaúrgangur sé látinn brotna niður eðlilega í garðinum eða komið til Sorpu.

Moltugerð eða Sorpa

Hjá Sorpu er tekið er á móti úrgangi alla virka daga frá kl. 12:30 til 19:30 og um helgar frá kl. 10:00 til 18:30. Á vef Sorpu eru upplýsingar um staðsetningar endurvinnslustöðvanna.

Margir garðeigendur hafa komið sér upp aðstöðu til moltugerðar og nýtist garðúrgangurinn vel hjá þeim. Þeir sem vilja verða sjálfbærir og umhverfisvænir geta orðið sér úti um upplýsingar, meðal annars á Vefnum. Ágæt grein um moltugerð birtist í Neytendablaðinu og er hún aðgengileg á vef Neytendasamtakanna.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síma 4 11 11 11, fax  411 1169. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8.20 - 16.15 alla virka daga. Netfang:upplysingar@reykjavik.is