Um Heilbrigðiseftirlitið

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar og sér um að framfylgja lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, lögum um matvæli nr. 93/1995 og öðrum þeim lögum og reglugerðum er um starfsemina gilda.  Öllum sveitarfélögum í landinu er skylt að reka heilbrigðiseftirlit en að öðru leiti eru heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga faglega sjálfstæðar stjórnsýslustofnanir en með rekstrarlega tengingu við sveitarfélögin.

Hlutverk Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að fara með hollustuhátta-, matvæla- og mengunarvarnareftirlit í borginni, stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings í Reykjavík. Þá hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur einnig eftirlit með hundahaldi í borginni. Starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er skipt í fjórar deildir og einingar; deild matvælaeftirlits, deild umhverfiseftirlits, einingu vöktunar og einingu hundaeftirlits.  Stöðugildi stofnunarinnar eru 23, eftirlitsskyld fyrirtæki eru kringum 3500, farnar eru yfir 5.000 eftirlitsferðir á ári bæði í fyrirtækin og önnur lögboðin verkefni þar á meðal eru kvartanir/ábendingar að jafnaði rúmlega 1.000.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sinnir þjónustu og fræðslu til starfsleyfisskyldra fyrirtækja og borgarbúa sem snýr að heilbrigðiseftirliti og vöktun umhverfis. 

Haldin er málaskrá yfir framkvæmd og niðurstöður eftirlits hjá starfsleyfisskyldum fyrirtækjum auk annarra eftirlita.

Skrifstofa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er staðsett að Borgartúni 12, 105 Reykjavík. Þjónustuver er opið frá kl. 8:20 - 16:15 en viðtalstímar starfsmanna eru frá kl. 8:30 - 9:00 alla virka daga, sími 411 1111. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, eða á viðkomandi heilbrigðisfulltrúa.