Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um umhverfi.
Í aðgerðaáætlun í mannréttindamálum kemur fram að markmið borgarinnar eru að efla vitund borgarbúa um tengsl mannréttinda og umhverfismála sem og að stuðla að aukinni þekkingu innan borgarkerfisins um tengsl mannréttinda og umhverfismála. Þeim skal náð með því að nota samfélagsmiðla og vef borgarinnar til þess að fræða fólk um rétt þess til að lifa í hreinu umhverfi og taka saman upplýsingaefni um umhverfismál og bjóða fræðslu á því sviði
Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að heilsufari má nálgast í aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2019 - 2023.