Samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila og félagsmiðstöðva má sækja um sumarþjónustu án endurgjalds í 3 vikur á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar skv. eftirfarandi: 

Ef foreldrar eru af erlendum uppruna og eiga lögheimili í Reykjavík (annað foreldri eða báðir) og barnið hefur búið á Íslandi skemur en tvö ár, eru þrjár vikur án endurgjalds í sumarfrístund/sértækum félagsmiðstöðvum/sumarsmiðjum gegn umsókn þar um. Þessi afsláttur gildir ekki fyrir börn sem eru með lögheimili erlendis og koma tímabundið hingað til lands yfir sumarmánuðina. Afsláttur er veittur, að öllum skilyrðum uppfylltum, til þess foreldris sem, samkvæmt þjóðskrá, hefur sama lögheimili og fjölskyldunúmer og barnið. 

Foreldrar sækja um þjónustuna á vefnum https://sumar.fristund.is, en fylla jafnframt út þetta eyðublað og skila til viðkomandi forstöðumanns. Eyðublaðið má finna á fleiri tungumálum hér undir Tengd skjöl hægra megin á síðunni.