Á þessari síðu má finna upplýsingar um græn svæði í Reykjavík, flokkun þeirra eftir útbreiðslu og eiginleikum og hvaða þjónustu þar er að finna. Öll helstu svæði eru listuð og finna má tengla í sérsíður um einstök svæði.

Græn svæði utan þéttbýlis

Græni trefillinn

Græni trefillinn er viðamikið svæði sem myndar samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Í Græna treflinum er að finna sambland skógræktarsvæða og ósnortinna náttúrusvæða, einkum mólendis- og heiðagróðurlenda en einnig lífauðugra votlendissvæða. 

Eyjarnar

Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í hugum Reykjavíkur. Þær eru skilgreindar sem óbyggð svæði þótt búið hafi verið á þeim flestum á öldum áður. Viðey er vinsæll útivistar- og náttúruskoðunarstaður og þar er að finna merka sögustaði og listaverk.

Græn svæði innan þéttbýlis

Opin svæði innan þéttbýlis eru mörg og fjölbreytt. Um 40% af þéttbýlissvæðinu fellur undir opin svæði. Þeim er skipt í nokkra flokka eftir gerð.

Borgargarðar

Borgargarðar eru stór græn svæði sem eru í lykilhlutverki sem útivistarsvæði í Reykjavík og setja mikinn svip á borgarlandið. Í flestum borgargörðum má finna sambland af upprunalegri náttúru og manngerðu umhverfi.

Hverfisgarðar

Hverfisgarðar eru minni græn svæði inni í miðri byggð. Þeir eru fjölmargir í Reykjavík,  flestir eru í  eldri hluta borgarinnar, Miðborg og Vesturbæ, en þó finnast hverfisgarðar í flestum hverfum. Þeir eru að mestu manngerðir og eiga sér sögu hönnunar og garðyrkju en nokkrir eru þó byggðir í kringum náttúruminjar. Í hverfisgörðum má finna dvalaraðstöðu og víða eru þar leiksvæði fyrir börn og önnur útivistaraðstaða. Einnig er mikið um útilistaverk í hverfisgörðum og margir þeirra eiga sér áhugaverða sögu.

Helstu hverfisgarðar eru:

Í Breiðholti;

Í Grafarholti og Úlfarsárdal;

 • Reynisvatn.

Í Háaleiti og Bústaðahverfi;

Í Hlíðum;

 • Höfði.
 • Litla Öskjuhlíð.
 • Vatnshóll.

Í Laugardal;

Í Miðborg;

Í Vesturbæ;

Strandsvæði

Reykjavík er umlukin hafi og því eru strandsvæði mörg og viðamikil bæði að norðan- og sunnanverðu. Samanlagt er strandlengja borgarinnar 29 km löng. Strandsvæðin hýsa fjölbreytt búsvæði, grýttar fjörur, leirur og sandfjörur, sem eru híbýli fjölmargra lífvera. Strandsvæðin eru með allra vinsælustu útivistarsvæðunum í Reykjavík.

 • Blikastaðakró og Gorvík.
 • Eiðsvík og Örfirisey.
 • Elliðaárvogur.
 • Fossvogur og Nauthólsvík.
 • Geldinganes.
 • Grafarvogur.
 • Rauðarárvík og Kirkjusandur.
 • Skerjafjörður.

Leiksvæði

Leiksvæði eru fjölmörg í borginni og staðsett í öllum hverfum og helstu hverfahlutum. Á nær öllum leiksvæðum er úrval leiktækja ásamt bekkjum og annarri hvíldaraðstöðu. Kort af leiksvæðum í Reykjavík og nánari upplýsingar má finna á sérsíðu um leiksvæði.

Kirkjugarðar

Þrír kirkjugarðar eru innan þéttbýlissvæðisins. Fyrir utan grundvallarstarfsemi kirkjugarða eru þeir nýttir til kyrrlátrar útivistar svo sem gönguferða og eru mikilvæg búsvæði fyrir fugla og fleiri lífverur.

 • Fossvogskirkjugarður.
 • Gufuneskirkjugarður.
 • Hólavallakirkjugarður.

Íþróttasvæði

Íþróttasvæði eru mörg innan borgarinnar og fer þar fram fjölbreytt starfsemi sem tengist íþróttum og heilsurækt. Þar fer fram skipulögð starfsemi íþróttafélaganna í borginni en auk þess falla almenningssundlaugar undir íþróttastarfsemi. Nánar má fræðast um íþróttaaðstöðu á vegum borgarinnar á vefsíðu ÍTR.

Golfvellir

Tveir golfvellir eru innan þéttbýlis Reykjavíkur, við Grafarholt og á Korpúlfsstöðum en auk þess er golfvöllur á Brautarholti á Kjalarnesi.

Hesthúsasvæði

Tvenn hesthúsasvæði tilheyra Reykjavík, annars vegar í Víðidal í Elliðaárdal og hins vegar í Almannadal austan við Hólmsheiði.

Gróðrarstöðvar og garðlönd

Þrjár megin gróðrarstöðvar eru í Reykjavík, Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar og tvær einkareknar gróðrarstöðvar,  Mörk í Blesugróf og  Lambhagi í Úlfarsárdal en umhverfi allra gróðrarstöðva eru hluti af vinsælum útivistarsvæðum í borgarlandinu.

Friðlýst svæði í Reykjavík

Sex svæði í Reykjavík eru friðlýst með lögum og um þau gilda sértækar reglur um landnotkun og umgengni. Þau tilheyra tveimur friðlýsingarflokkum:

1. Náttúruvætti - friðlýst vegna merkilegra jarðminja.

2. Fólkvangar.

 • Bláfjöll.
 • Rauðhólar.