Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs.
Áfangaskýrsla fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings
Áfangaskýrsla starfshópsins með fimm megintillögum var kynnt í skóla- og frístundaráði í febrúar 2015. Í hópnum sátu:
Freyja Birgisdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ sem var formaður hópsins
Fríða B. Jónsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á fagskrifstofu SFS
Dröfn Rafnsdóttir, kennsluráðgjafi í Reykjanesbæ og síðar á Þjónustumiðstöð Breiðholts
Guðrún E. Bentsdóttir, verkefnastjóri á fagskrifstofu SFS.
Ársskýrslur leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2002-2010
Stiklað á stóru yfir helstu atriðin sem gerðust á árinu, helstu verkefni leikskólasviðs, leikskólastarf í tölum, starfsemi leikskóla og dagforeldra, og fjallað um verðlaun og styrki.







Ársskýrslur menntasviðs Reykjavíkurborgar 2005-2010
Stiklað á stóru yfir helstu atriðin sem gerðust á árinu, stefnumörkun, helstu verkefni á menntasviði, skólastarf í tölum, starfsemi grunnskóla, tónlistarnáms og fullorðinsfræðslu, og fjallað um verðlaun og styrki.
Ársskýrslur skóla- og frístundasviðs 2011-2017
Í ársskýrslum er farið yfir stefnumarkandi ákvarðanir skóla- og frístundaráðs, fagleg verkefni og helstu viðburði á vegum sviðsins á árinu. Þá er í ársskýrslu tölfræði og yfirlit yfir útgefið efni á vegum sviðsins.
Aukinn sveigjanleiki milli grunnskóla og framhaldsskóla - skýrsla starfshóps
Skýrsla starfshóps sem hafði það hlutverk að vinna að greiningu á auknum sveigjanleika á milli grunnskóla og framhaldsskóla með fagleg sjónarmið og framtíðarsýn um gott skólakerfi, metnaðarfullt skólastarf og hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
Helstu verkefni hans voru samkvæmt erindisbréfi að:
- Kortleggja þá möguleika sem nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa nú þegar varðandi sveigjanleika í námi á mörkum grunn- og framhaldsskóla.
- Setja fram hugmyndir um aukinn sveigjanleika milli grunn- og framhaldsskóla.
- Meta fjárhagslegan og faglegan fýsileika þess að auka sveigjanleika milli grunn- og framhaldsskóla.
- Standa fyrir opinni umræðu um sveigjanleg skil milli grunn- og framhaldsskóla.
Fulltrúar í starfhópnum voru:
- Börkur Vígþórsson, fulltrúi Félags skólastjórnenda í Reykjavík
- Hulda María Magnusdóttir, fulltrúi Kennarafélags Reykjavíkur
- Birgitta Bára Hassenstein, fulltrúi foreldra, SAMFOK
- Karítas Bjarkadóttir, fulltrúi ungmennaráða (til vara Eyrún Magnúsdóttir)
- Guðrún E. Bentsdóttir, fulltrúi fagskrifstofu SFS - formaður hópsins
- Nanna Kristín Christiansen. fulltrúi fagskrifstofu SFS - ritari hópsins
Aukið lýðræði barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi SFS - skýrsla starfshóps
Samkvæmt erindisbréfi var starfshópnum ætlað að finna leiðir til að auka lýðræði barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni sem hópnum var ætlað að vinna voru að:
Skoða þær leiðir sem nú þegar er verið að fara hjá Reykjavíkurborg til að auka lýðræði barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar.
- Skoða hvað er að gerast hjá öðrum þjóðum hvað þetta varðar auk þess sem vel er gert innanlands.
- Sérstaklega verði skoðaðar hugmyndir um umboðsmann ungmenna og ungmennaþing.
- Setja fram stefnu um aukið lýðræði í öllu starfi á vegum SFS.
- Leggja fram aðgerðaráætlun með stefnunni.
Starfshópinn skipuðu:
- Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði og fulltrúi menntavísindasviðs HÍ
- Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólanemi og fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna
- Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og fulltrúi frístundamiðstöðva
- Hulda Valdís Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri á fagskrifstofu frístundamála á skóla- og frístundasviði og jafnframt formaður hópsins
- Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla og fulltrúi grunnskóla
- Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra jafnréttismála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs og jafnframt starfsmaður hópsins
- Nanna Kristín Christiansen, verkefnisstjóri á fagskrifstofu grunnskólamála á skóla- og frístundasviði
- Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri á Engjaborg og fulltrúi leikskóla
Aukið samstarf leikskóla og grunnskóla um að efla málþroska og læsi - skýrsla starfshóps 2011
Tillögur starfshóps, umfjöllun um mismunandi verkefni sem unnin hafa verið , niðurstöður úr könnunum, verkefni í grunn- og leikskólum.
Aukið samstarf leikskóla við listaskóla og menningarstofnanir - skýrsla starfshóps 2009
Tillögur starfshóps, könnun á samstarfi, tillögur um hvernig efla megi samstarf leikskóla við listaskóla og aðrar menningarstofnanir.
Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla - skýrsla starfshóps 2015
Biophilia - greinargerð um verkefnið 2015.
Blíð byrjun - skýrsla starfshóps
Tillögur starfshópsins, hugmyndafræði Blíðrar byrjunar, fyrirmyndir að blíðri byrjun, þjónusta við foreldra með ung börn.
Börn og fjölmenning í starfi frístundamiðstöðva - skýrsla starfshóp des. 2013
Hópinn skipuðu:
Benedikta Sörensen Valtýsdóttir, verkefnastjóri í málefnum innflytjenda í Kampi
Elísabet Þóra Albertsdóttir, deildastjóri barnastarfs Ársel
Dagbjört Ásbjörnsdóttir, forstöðumaður Kampi og formaður hópsins
Helgi Eiríksson, forstöðumaður Miðbergi
Hlynur Einarsson, verkefnastjóri Miðbergi
Laufey Hrönn Jónsdóttir, deildastjóri barnastarfs Frostaskjóli
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, fagskrifstofa SFS.
Helstu verkefni hópsins voru að:
- Vera stefnumótandi varðandi fjölmenningarlegt starf á frístundamiðstöðvum
- Kortleggja þá þjónustu sem er í boði og gera þarfagreiningu
- Vera stefnumótandi í málefnum er varða frístundaþjónustu við börn og unglinga með annað
móðurmál en íslensku
- Leitast við að innleiða ,,best practice“ verkefni inn í frístundamiðstöðvar
- Kortleggja fræðsluþörf starfsmanna
- Kanna samstarfsvettvang og helstu samstarfsaðila
Brú - samráðsvettvangur um skólamál
Á vegum Brúar hafa verið haldnir nær tíu fundir frá árinu 2007 þar sem margt er viðvíkur samstarfi og samþættingu í skóla- og frístundastarfi hefur verið til umræðu.
Bæklingar á 9 tungumálum um mikilvægi frístundastarfs
Í bæklingunum sem unnir voru af Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur er fjallað um gildi frístundastarfsins fyrir 6 - 16 ára, frístundakort og fleira. Bæklingurinn var gefinn út á níu tungumálum; ensku, króatísku, litháísku, pólsku, rússnesku, spænsku, víetnömsku, filipeysku og arabísku.









Bæklingar um mál- og lesskilning, gefnir út í samstarfi við Árósarborg
Bæklingar fyrir foreldra og aðra í uppeldis- og skólastarfi um málþroska, málörvun og lesskilning barna á aldrinum 0-12 ára. Þeir voru gefnir út í samstarfi við Árósarborg og eru til á ýmsum tungumálum á vef hennar.




Einn leikskóli - mörg tungumál
Endurskoðaðar úthlutunareglur vegna sérkennslu í leikskólum 2011
Samantekt á tillögum starfshóps, skilgreining á sérkennslu, verklag við úthlutunarreglur, tillögur að breyttum úthlutunarreglum.
Sjá tillögur starfshóps.
Félagsleg menntastefna - skýrsla um stefnumótun 2014
Starfshópur skilaði stefnumótunarskýrslu í september 2014. Hann var skipaður Aðalbjörgu Dísu Guðjónsdóttur, Iðunni Antonsdóttur, Jódísi Káradóttur og Sigríði Maríu Hreiðarsdóttur. Verkefni hópsins var að rýna og endurmeta félagslega menntastefnu og starfsemi Námsflokkanna og skoða sérstaklega fyrirkomulag náms- og starfsráðgjafar.
Fjöldi nemenda









Foreldrakannanir
















