Mikilvægur verndandi þáttur í umhverfi barna og unglinga eru samræmdar reglur um útivistartíma að vetri sem sumri. Brýnt er að foreldrar sem aðrir virði þessar reglur. 

Samkvæmt 92. grein Barnaverndarlaga eru ákvarðaðir útivistartímar barna og unglinga m.t.t velferðar þeirra og heilla. Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 og börn 13-16 ára ekki eftir kl. 22:00. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir.
Útivistarreglurnar eru til á ýmsum tungumálum auk íslensku. 

Útivistarreglur á ensku

Útivistarreglur á pólsku

Útivistarreglur á spænsku

Útivistarreglur á arabísku

Útivistarreglur á filipísku

Útivistarreglur á kúrdísku