Skóla- og frístundaráð  Reykjavíkur veitir árlega nokkur verðlaun til grunnskólanemenda og starfsfólks á skóla- og frístundasviði og er það liður í því að vekja athygli á því sem vel er gert í skólastarfi, stuðla að framþróun og hvetja nemendur, kennara og annað starfsfólk til dáða. Einnig veitir ráðið barnabókaverðlaun til rithöfunda, þýðenda og myndskreyta og á árinu 2018 verða veitt verðlaun fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum.