Lóðirnar eru í hjarta Reykjavíkur með útsýni m.a. yfir höfnina, sjóinn og Esjuna og má ætla að þetta sé eitt eftirsóttasta byggingarsvæði í Reykja­vík. 
 
Viðræðurnar munu snúast um kaup á byggingarrétti á framangreindum lóðum, útfærslu fyrirhugaðrar uppbyggingar auk sölu til Reykjavíkurborgar á íbúðum, atvinnuhúsnæði og bílakjallara á lóðunum. Kaupandi byggingarréttarins fær heimild til að hanna og byggja á tveimur lóðum í Vesturbugt um 170 - 176 íbúðir og atvinnu­húsnæði á jarðhæðum bygginganna. Húsin verða alls um 18.400 m2, þar af verður atvinnuhúsnæði tæpir 1.700 m2. Auk þess verða bílageymslur o.fl. undir húsunum, sem áætl­að­ar eru um 10.200 m2.
 
Reykjavíkurborg áformar að kaupa um 74 íbúðir af íbúðunum 170 - 176 samkvæmt tilboði bjóðanda. Einnig skal tilboð ná til byggingar bílgeymslna undir húsunum með að um 170 bílastæðum, sem áformað er að rekin verði af Bílastæðasjóði Reykjavíkur.
 
Íbúðir, sem Reykjavíkurborg kaupir, skulu afhentar tilbúnar til innréttingar. Hús að utan, lóðir og bílgeymslur skulu vera full­búnar.
 
Í forvali verða valdir umsækjendur, sem gefinn verður kostur á að taka þátt í samkeppnisviðræðum.
 
Hægt er að nálgast forvalsgögn og umsóknareyðublað hjá innkaupadeild Reykjavíkurborgar, með því að senda tölvupóst á netfangið utbod@reykjavik.is.
 
Umsóknum um þátttöku í framangreindum samkeppnisviðræðum skal skila ásamt um­beðnum upplýsingum í lokuðu umslagi, merktu „Innkaupadeild Forval nr. 13659 vegna lóða og uppbyggingar í Vesturbugt“ til Þjónustuvers Reykja­víkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 10:00 þann 2. júní 2016.
 
  Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 16.00
      í fundarsalnum Vindheimum, Borgartúni 12 - 14, 7. hæð.